Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:26 Grunnskólabörn í Grindavík skiluðu undirskriftarlista með 168 nöfnum þar sem þrýst er á lengri opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Vísir/Vilhelm Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar. Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar.
Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00