Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:04 Við árekstur jarðarinnar og annarrar frumreikistjörnu hefði efni spýst út í geim og myndaði tunglið á braut um jörðina samkvæmt hermun öflugs tölvulíkans. NASA Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot. Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot.
Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31