Boðorðin tíu Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 20. október 2022 07:00 Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Trúmál Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun