Glíman við ríkið og reksturinn Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 20. október 2022 07:30 Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun