Fundurinn hefst klukkan 15.30 og verður haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Sjóðurinn varð til við uppskiptingu gamla Íbúðalánasjóðsins. Hann heldur utan um lánasafn Íbúðalánasjóðs en stofnunin sjálf sameinaðist Mannvirkjastofnun í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Horfa má á útsendingu frá fundinum hér að neðan.
Um mitt ár var eigið fé sjóðsins neikvætt um 213 milljarða króna. Uppsafnaður fjárhagsvandi sjóðsins er tilkominn vegna uppgreiðslna á útlánum sjóðsins sem hófust á árinu 2004 og hefur lækkun vaxta síðustu ára ýtt enn frekar á uppgreiðslu útlána.
Fram kom í fjárlagafrumvarpi næsta árs að þróun efnahags sjóðsins væri stór óvissuþáttur í langtímaþróun skulda ríkissjóðs, þar sem efnahagur sjóðsins væri bæði umfangsmikill og næmur fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.