Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 14:01 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15. NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15.
NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum