Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 11:22 Birgir Steinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar síðan hann kom til Gróttu 2020. vísir/hulda margrét Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. „Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira