Hver á að hugsa um yngstu börnin? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar