Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 22:00 Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að mikið standi til í hreppnum. Framundan sé meðal annars úthlutun lóða í grennd við Skeiðalaug í Brautarholti. Skeiðgnúp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki. Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki.
Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00