Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag.
Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna.
Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn.
Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum.
Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri.
NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*
— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022
Labour 53%
Conservatives 14%
Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20