Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 10:58 Stuðningsfólk griðasvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi fyrir utan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu árið 2018. Vísir/EPA Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins. Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins.
Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira