Elíza frumsýnir myndband við lagið Ósýnileg: Tími kvenna í rokki er kominn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2022 14:00 Eliza Newman. Aðsent Tónlistarkonan Elíza Newman sendi nýlega frá sér nýtt lag, Ósýnileg sem vakið hefur athygli fyrir kröftugan boðskap. Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið. Lagið Ósýnileg er af væntanlegri breiðskífu Elízu, Wonder Days, sem kemur út 28. október og er hennar fimmta sólóplata. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut þetta nýja myndband sem Elíza sendi frá sér föstudaginn 21.október. Hugmyndin að laginu kviknaði í framhaldi af #METOO byltingunni og er einhvers konar endurspeglun á því hvernig það er að vera kona í dag. Lagið öðlaðist svo meiri dýpt eftir að Elíza gekk í gegnum erfið veikindi á Covid tímabilinu og þá einangrun sem því fylgdi - sem leiddi til þess að henni fannst hún í raun ósýnileg. „Ég leik mér oft að fyrirfram ákveðnum hugtökum og klisjum í verkum mínum,“ segir Margrét. „Hérna skipti ég út gamla karl rokkaranum, einan á hótel herberginu sínu, sem við höfum séð alltof oft í allskonar myndum og ákvað að tími, rokkara konunnar, væri komin til að taka sitt pláss og gera þetta á sinn hátt.“ Klippa: Elíza Newman - Ósýnileg Tilfinning og ólga Karakterinn í tónlistarmyndbandinu heitir Beast og er leikin af Höllu Ólafsdóttur. Landsmenn geta séð hana og Amöndu Apetrea í dansverkinu Dead í Reykjavik Dans Festival í Nóvember. Lag Elízu hefst sem róleg ballaða og endar í brjáluðu rokki og er ákall til kvenna því konur eru ofurafl og þær flytja fjöll þó svo þær geri það oftast án láta, yfirgangs og ofsa og þær eru svo sannarlega ekki ósýnilegar eins og lag Elízu og myndband Margrétar sýnir á fullu krafti. „Tónlistarmyndbandið er tekið úr heimildarmynd Margrétar #Hashtag Tour sem gerist einmitt á sama tíma og metoo braust út 2017. Sú mynd mun koma út á næsta ári 2023. Margrét segir þegar hún heyrði lagið þá hugsaði hún strax um þetta óútgefna efni myndar sinnar sem virtist endurspegla nákvæmlega einhverja tilfinningu og ólgu sem hún fann fyrir þegar hún heyrði lagið hennar Elízu fyrst,“ segir í tilkynningu um lagið. Tímaskekkja í rokkinu Í sumar gagnrýndi Elíza harðlega tónleikana Rokk í Reykjavík. Sjálf er tónlistarkonan meðlimur í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi, en skipuleggjendur ákváðu að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi, án þess að kanna málið nánar. Elíza sagði þá tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Hún sagði í færslu sinna að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza sagði þetta um stöðuna í rokkinu og samfélaginu: „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991.“ Tónlist Tengdar fréttir Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið Ósýnileg er af væntanlegri breiðskífu Elízu, Wonder Days, sem kemur út 28. október og er hennar fimmta sólóplata. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut þetta nýja myndband sem Elíza sendi frá sér föstudaginn 21.október. Hugmyndin að laginu kviknaði í framhaldi af #METOO byltingunni og er einhvers konar endurspeglun á því hvernig það er að vera kona í dag. Lagið öðlaðist svo meiri dýpt eftir að Elíza gekk í gegnum erfið veikindi á Covid tímabilinu og þá einangrun sem því fylgdi - sem leiddi til þess að henni fannst hún í raun ósýnileg. „Ég leik mér oft að fyrirfram ákveðnum hugtökum og klisjum í verkum mínum,“ segir Margrét. „Hérna skipti ég út gamla karl rokkaranum, einan á hótel herberginu sínu, sem við höfum séð alltof oft í allskonar myndum og ákvað að tími, rokkara konunnar, væri komin til að taka sitt pláss og gera þetta á sinn hátt.“ Klippa: Elíza Newman - Ósýnileg Tilfinning og ólga Karakterinn í tónlistarmyndbandinu heitir Beast og er leikin af Höllu Ólafsdóttur. Landsmenn geta séð hana og Amöndu Apetrea í dansverkinu Dead í Reykjavik Dans Festival í Nóvember. Lag Elízu hefst sem róleg ballaða og endar í brjáluðu rokki og er ákall til kvenna því konur eru ofurafl og þær flytja fjöll þó svo þær geri það oftast án láta, yfirgangs og ofsa og þær eru svo sannarlega ekki ósýnilegar eins og lag Elízu og myndband Margrétar sýnir á fullu krafti. „Tónlistarmyndbandið er tekið úr heimildarmynd Margrétar #Hashtag Tour sem gerist einmitt á sama tíma og metoo braust út 2017. Sú mynd mun koma út á næsta ári 2023. Margrét segir þegar hún heyrði lagið þá hugsaði hún strax um þetta óútgefna efni myndar sinnar sem virtist endurspegla nákvæmlega einhverja tilfinningu og ólgu sem hún fann fyrir þegar hún heyrði lagið hennar Elízu fyrst,“ segir í tilkynningu um lagið. Tímaskekkja í rokkinu Í sumar gagnrýndi Elíza harðlega tónleikana Rokk í Reykjavík. Sjálf er tónlistarkonan meðlimur í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi, en skipuleggjendur ákváðu að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi, án þess að kanna málið nánar. Elíza sagði þá tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Hún sagði í færslu sinna að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza sagði þetta um stöðuna í rokkinu og samfélaginu: „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991.“
Tónlist Tengdar fréttir Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17. júlí 2022 12:47