Breytt stundatafla að hafa jákvæð áhrif Snorri Másson skrifar 22. október 2022 12:10 Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hófst í Vestmannaeyjum síðasta haust. Grunnskóli Vestmannaeyja Námsárangur barna í fyrsta bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun. Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna. Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna.
Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira