Sævar Atli var í byrjunarliði Lyngby í kvöld og lék allan fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli í leikhlé. Aron Elís byrjaði á varamannabekk OB en kom inn á völlinn á 56. mínútu leiksins.
Bjorn Paulsen, Alassana Manneh og Franco Tongya skoruðu mörk OB í fyrri hálfleik áður en Frederik Gytkjaer minnkaði muninn fyrir Lyngby á 62. mínútu leiksins og þar við sat. OB spilaði einum leikmanni færri frá 82. mínútu þegar Armin Gigovic fékk sitt seinna gula spjald.
Með sigrinum fer OB í 19 stig í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á meðan Sævar, Freyr og félagar í Lyngby eru í öllu verri málum með 5 stig í neðsta sæti deildarinnar. Bæði lið hafa leikið 14 leiki í deildinni.