„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. október 2022 20:18 Jökull Bergmann segir lyktina, þegar hún sé sem verst, þess eðlis að ekki sé hægt að opna glugga í grennd við fiskiþurrkunarstöð Samherja á Dalvík. Vísir/samsett Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. „Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“ Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
„Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira