Mjög dapurlegt að fjölskylda sé í þessari stöðu Snorri Másson skrifar 23. október 2022 16:47 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun. Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram. Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram.
Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent