Boris Johnson gefur ekki kost á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 20:15 Búist var við því að Boris Johnson gæfi kost á sér fyrir leiðtogakjörið, aðeins rúmum einum og hálfum mánuði eftir að hafa sagt af sér forsætisráðherraembættinu. EPA Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan. Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan.
Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21