Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2022 12:23 Baldur Þórhallsson segir að flest benda til þess að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Breta. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira