Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 13:33 Ragna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður UJ, og Arnór Heiðar Benónýsson, núverandi formaður. XS Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent