Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 21:44 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnartíð Liz Truss hafa verið algjöra sneypuför. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur. Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur.
Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent