Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 11:00 Karen Knútsdóttir var flottur gestur í Seinni bylgjunni. S2 Sport Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira