„Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 09:30 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann hefur ekki mætt til æfinga undanfarið hjá liðinu, eftir að KR nýtti riftunarákvæði í samningi við hann sem tekur gildi eftir tímabilið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira