Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 14:44 Frá Tromsö. EPA-EFE/MARIANNE LOEVLAND NORWAY OUT Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök. Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök.
Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49