Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpuðu íslenska Evrópumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2022 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur bætt sig mikið á síðustu misserum. Youtube Eygló Fanndal Sturludóttir varð á dögunum fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í ólympískum lyftingum þegar hún vann gull á EM undir 23 ára í Albaníu. Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló. Lyftingar CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn