Enski boltinn

Man City fylgir for­dæmi WBA og skiptir út hvítum stutt­buxum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City leikur öllu jafna í ljósblárri treyju og hvítum stuttbuxum.
Manchester City leikur öllu jafna í ljósblárri treyju og hvítum stuttbuxum. Mike Morese/Getty Images

Enska fótboltaliðið Manchester City hefur ákveðið að frá og með næstu leiktíð mun kvennalið félagsins ekki leika í hvítum stuttbuxum.

Fyrir ekki svo löngu greindi West Bromwich Albion frá því að kvennalið félagsins myndi hætta að leika í hvítum stuttbuxum vegna blæðinga leikmanna þess. Íþróttakonur hafa oft viðrað áhyggjur sínar af því að spila í hvítum stuttbuxum meðan þær eru á blæðingum.

Síðan West Brom tók þessa ákvörðun hafa bæði Stoke City og Livingston frá Skotlandi gert slíkt hið sama. Nú hefur Man City ákveðið að fara sömu leið. Félagið telur að með þessu muni leikmönnum líða betur á vellinum og geti þar af leiðandi spilað enn betur.

Eftir að ræða við leikmenn félagsins ákvað Man City í samráði við Puma að liðið myndi ekki leika í hvítum stuttbuxum frá og með næstu leiktíð.

„Við höfum alltaf talað um að styðja við bakið á leikmönnum eftir bestu getu og reyna bæta kvennafótbolta á öllum getustigum. Ekki aðeins hjá þessu félagi heldur alls staðar. Ég tel að þetta sé eitthvað sem við þurfum að skoða svo við séum að bjóða þann stuðning sem leikmenn þurfa,“ sagði Gareth Taylor, þjálfari Manchester City um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×