Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja fram þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn hatursorðræðu eftir áramót. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira