Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja fram þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn hatursorðræðu eftir áramót. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira