„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:31 Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn