Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. október 2022 13:35 Sjálfsbjörg vill vekja foreldra og skólayfirvöld til meðvitundar um aðgengi. Sjálfsbjörg Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi. „Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“ Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
„Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“
Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33