„Raddir kvenna þurfa að heyrast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 07:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. VÍSIR/VILHELM Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á dögunum. Þar fór hún yfir mikilvægi þess að konur sitji í nefndum og stjórn UEFA en sem stendur eru þær í miklum minnihluta. Vanda var stödd í Frankfurt í Þýskalandi þar sem dregið var í riðla fyrir undankeppni EM karla 2024. Þar voru haldnar ýmsar vinnustofur og fundir þar sem sameiginleg málefni aðildarlanda UEFA voru rædd. Viðfangsefni Vöndu var fjölgun kvenna í nefndum og stjórn UEFA. Í 19 nefndum á vegum sambandsins eru alls 394 nefndarmenn en aðeins 52 [13 prósent] eru konur. Þar af eru 18 konur sem sitja í sérstakri nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu. „Ég hef unnið að þessu viðfangsefni mánuðum saman og ræddi málið við forseta UEFA í apríl á þessu ári. Ég tók þetta einnig upp á fundi Norðurlandanna í ágúst og fékk fullan stuðning við að taka málið áfram á vettvangi UEFA. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð hjá KSÍ þar sem 47 prósent nefndarmanna eru konur,“ sagði Vanda um málið á vef KSÍ. Vanda: Það er einlæg von okkar hjá KSÍ og mörgum öðrum knattspyrnusamböndum að þessi vinna verði til þess að konum fjölgi í nefndum og stjórn UEFA. https://t.co/8HZrqi7dqD— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 26, 2022 „Svo má líka geta þess að hlutfall kvenna á meðal þingfulltrúa á ársþingum okkar hefur vaxið stöðugt síðustu ár og aldrei hafa fleiri konur setið þingið en í febrúar á þessu ári, fyrir það ber að hrósa aðildarfélögum KSÍ,“ bætti formaðurinn við. „Það er einlæg von okkar hjá KSÍ og mörgum öðrum knattspyrnusamböndum að þessi vinna verði til þess að konum fjölgi í nefndum og stjórn UEFA. Raddir kvenna þurfa að heyrast þar sem ákvarðanir eru teknar og það er mín upplifun að það sé einnig vilji UEFA,“ sagði Vanda að endingu. Fótbolti UEFA KSÍ Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira
Vanda var stödd í Frankfurt í Þýskalandi þar sem dregið var í riðla fyrir undankeppni EM karla 2024. Þar voru haldnar ýmsar vinnustofur og fundir þar sem sameiginleg málefni aðildarlanda UEFA voru rædd. Viðfangsefni Vöndu var fjölgun kvenna í nefndum og stjórn UEFA. Í 19 nefndum á vegum sambandsins eru alls 394 nefndarmenn en aðeins 52 [13 prósent] eru konur. Þar af eru 18 konur sem sitja í sérstakri nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu. „Ég hef unnið að þessu viðfangsefni mánuðum saman og ræddi málið við forseta UEFA í apríl á þessu ári. Ég tók þetta einnig upp á fundi Norðurlandanna í ágúst og fékk fullan stuðning við að taka málið áfram á vettvangi UEFA. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð hjá KSÍ þar sem 47 prósent nefndarmanna eru konur,“ sagði Vanda um málið á vef KSÍ. Vanda: Það er einlæg von okkar hjá KSÍ og mörgum öðrum knattspyrnusamböndum að þessi vinna verði til þess að konum fjölgi í nefndum og stjórn UEFA. https://t.co/8HZrqi7dqD— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 26, 2022 „Svo má líka geta þess að hlutfall kvenna á meðal þingfulltrúa á ársþingum okkar hefur vaxið stöðugt síðustu ár og aldrei hafa fleiri konur setið þingið en í febrúar á þessu ári, fyrir það ber að hrósa aðildarfélögum KSÍ,“ bætti formaðurinn við. „Það er einlæg von okkar hjá KSÍ og mörgum öðrum knattspyrnusamböndum að þessi vinna verði til þess að konum fjölgi í nefndum og stjórn UEFA. Raddir kvenna þurfa að heyrast þar sem ákvarðanir eru teknar og það er mín upplifun að það sé einnig vilji UEFA,“ sagði Vanda að endingu.
Fótbolti UEFA KSÍ Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Sjá meira