Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2022 19:20 Kristrún Frostadóttir verðandi formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sökuðu hvort annað um fáfræði um fjármálagjörninga á Alþingi í dag. Vísir Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti Alþingi munnlega skýrslu í dag um stöðu ÍL sjóðs þar sem skuldbindingar gamla Íbúðarlánasjóðsins eru geymdar samkvæmt sérstökum lögum með einfaldri ríkisábyrgð. Bréf sjóðsins hafa gengið kaupum og sölum og sagði fjármálaráðherra um 80 prósent þeirra nú í eigu lífeyrissjóða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist helst vilja semja við kröfuhafa um skuldbindingar ÍL sjóðsins. Ef samningar næðust ekki væri einnig hægt að slíta sjóðnum með lögum frá Alþingi.Vísir/Vilhelm Bjarni kynnti á dögunum skýrslu um stöðu sjóðsins og mögleika á að honum verði slitið, því skuldbindingar hans vaxi hratt. Yrði honum slitið í dag tæki ríkisábyrgðin á um 47 miljörðum en ef hann fengi að lifa út gildistíma elstu skuldabréfa gæti skuldbinding ríkissjóðs orðið um 200 milljarðar að núvirði. Skuldir sjóðsins væru 710 milljarðar en eignir 663 milljarðar. Fjármálaráðherra segir að best yrði að semja við kröfuhafa um skuldbindingar sjóðsins en einnig væri hægt að slíta honum með lögum. „Og ég hef þess vegna nú þegar hafið undirbúning að því að geta lagt fyrir þingið slíkt frumvarp. Það verður í vinnslu næstu vikur og mun meðal annars taka tillit til þess sem fram kemur í samtölum við kröfuhafa," sagði Bjarni. Frumvarpið gæti komið fram eftir áramót ef á þyrfti að halda og þá Alþingis að taka afstöðu til þess. Ef ekkert yrði gert drægjust skuldbindingar ríkissjóðs fram til ársins 2044 og staðan versnaði þannig að þær yrðu um 200 milljarðar, eða sem svaraði til kostnaðar við byggingu tveggja nýrra Landsspítala. Kristrún Frostadóttir verðandi formaður Samfylkingarinnar sakaði fjármálaráðherra um bókhaldsbrellur til að koma skuldbindingum ríkissjóðs yfir á lífeyrissjóði almennings. Kristrún Frostadóttir sagði fjármálaráðherra bjóða þjóðinni upp á voodo hagfræði sem ætlað væri að færa skuldbindingar ríkisins yfir á lífeyrissjóði almennings.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur fjármálaráðherra fetar nú í fótspor fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Liz Truss, með glannaskap í efnahagsmálum. Heldur blaðamannafund um hvernig hann ætlar að spara þjóðinni fúlgur fjár með því að knýja gamla Íbúðarlánasjóð í þrot,“ sagði Kristrún. Íslenskir fjármálamarkaðir keyptu ekki þessa hugmynd ráðherra fremur en breskir markaðir hugmyndir Liz Truss. Enda væri þetta bókhaldsbrella til að færa skuldir ríkissjóðs yfir á lífeyrissjóðina. „Það er í hæsta máta óábyrgt að bera þessa voodo hagfræði á borð fyrir þjóðina. Annað hvort skilur fjármálaráðherra ekki hvernig einifaldar fjármálaafurðir virka eða hann er að ljúga að þjóðinni. Ég veit ekki hvort er verra,“ sagði Kristrún. Þegar gamli Íbúðasjóðurinn var lagður niður voru skuldbindingar hans færðar í sérstakan sjóð, svo kallaðan ÍL sjóð með einfaldri ríkisábyrgð. Það þýðir að ríkissjóður gengur í ábyrgð fyrir höfuðstól skuldbindinganna með vöxtum.Vísir/Hanna Andrésdóttir Bjarni þetta lýsa kunnáttuleysi. „Það er mikill ábyrgðarhluti þegar háttvirtur þingmaður stendur hér í þingsal og heldur því fram að fram sé komið að ríkið ætli enga ábyrgð að bera á framtíðar skuldbindingum ÍL sjóðs," sagði Bjarni. Þetta væru algjör öfugmæli því ríkið myndi alltaf standa við sína einföldu ríkisábyrgð samkvæmt lögum um sjóðinn. Eigendur krafnanna hefðu þá 22 ár til að ávaxta eign sína og hefðu til þess mun meiri möguleika en ríkissjóður. Ekki reyndi á ríkisábyrgðina fyrr en einstök gömul íbúðarlán væru komin í vanskil og innheimtuleiðir hefðu verið reyndar. „Þannig að þegar háttvirtur þingmaður sakar mig um að skilja ekki fjármálamarkaði þá ætla ég að halda því fram að háttvirtur þingmaður skilji ekkert í lögfræðinni í þessu máli,“ sagði fjármálaráðherra. „Það sem háttvirtur þingmaður er hins vegar að segja er þetta: Við skulum leysa úr þessu máli með því að sjá sjúklingnum blæða hægt og rólega út. Láta okkur það engu varða þó að í hverjum mánuði vaxi skuldbinding framtíðart skattgreiðenda um einn og hálfan milljarð, á hverju ári um 18 milljarða. Við þurfum að strjúka fjármálaöflunum í landinu, kröfuhöfunum. Fjármálamarkaðarnir verða ávallt að vera í forgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir. 26. október 2022 08:15 Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. 25. október 2022 14:01 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti Alþingi munnlega skýrslu í dag um stöðu ÍL sjóðs þar sem skuldbindingar gamla Íbúðarlánasjóðsins eru geymdar samkvæmt sérstökum lögum með einfaldri ríkisábyrgð. Bréf sjóðsins hafa gengið kaupum og sölum og sagði fjármálaráðherra um 80 prósent þeirra nú í eigu lífeyrissjóða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist helst vilja semja við kröfuhafa um skuldbindingar ÍL sjóðsins. Ef samningar næðust ekki væri einnig hægt að slíta sjóðnum með lögum frá Alþingi.Vísir/Vilhelm Bjarni kynnti á dögunum skýrslu um stöðu sjóðsins og mögleika á að honum verði slitið, því skuldbindingar hans vaxi hratt. Yrði honum slitið í dag tæki ríkisábyrgðin á um 47 miljörðum en ef hann fengi að lifa út gildistíma elstu skuldabréfa gæti skuldbinding ríkissjóðs orðið um 200 milljarðar að núvirði. Skuldir sjóðsins væru 710 milljarðar en eignir 663 milljarðar. Fjármálaráðherra segir að best yrði að semja við kröfuhafa um skuldbindingar sjóðsins en einnig væri hægt að slíta honum með lögum. „Og ég hef þess vegna nú þegar hafið undirbúning að því að geta lagt fyrir þingið slíkt frumvarp. Það verður í vinnslu næstu vikur og mun meðal annars taka tillit til þess sem fram kemur í samtölum við kröfuhafa," sagði Bjarni. Frumvarpið gæti komið fram eftir áramót ef á þyrfti að halda og þá Alþingis að taka afstöðu til þess. Ef ekkert yrði gert drægjust skuldbindingar ríkissjóðs fram til ársins 2044 og staðan versnaði þannig að þær yrðu um 200 milljarðar, eða sem svaraði til kostnaðar við byggingu tveggja nýrra Landsspítala. Kristrún Frostadóttir verðandi formaður Samfylkingarinnar sakaði fjármálaráðherra um bókhaldsbrellur til að koma skuldbindingum ríkissjóðs yfir á lífeyrissjóði almennings. Kristrún Frostadóttir sagði fjármálaráðherra bjóða þjóðinni upp á voodo hagfræði sem ætlað væri að færa skuldbindingar ríkisins yfir á lífeyrissjóði almennings.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur fjármálaráðherra fetar nú í fótspor fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Liz Truss, með glannaskap í efnahagsmálum. Heldur blaðamannafund um hvernig hann ætlar að spara þjóðinni fúlgur fjár með því að knýja gamla Íbúðarlánasjóð í þrot,“ sagði Kristrún. Íslenskir fjármálamarkaðir keyptu ekki þessa hugmynd ráðherra fremur en breskir markaðir hugmyndir Liz Truss. Enda væri þetta bókhaldsbrella til að færa skuldir ríkissjóðs yfir á lífeyrissjóðina. „Það er í hæsta máta óábyrgt að bera þessa voodo hagfræði á borð fyrir þjóðina. Annað hvort skilur fjármálaráðherra ekki hvernig einifaldar fjármálaafurðir virka eða hann er að ljúga að þjóðinni. Ég veit ekki hvort er verra,“ sagði Kristrún. Þegar gamli Íbúðasjóðurinn var lagður niður voru skuldbindingar hans færðar í sérstakan sjóð, svo kallaðan ÍL sjóð með einfaldri ríkisábyrgð. Það þýðir að ríkissjóður gengur í ábyrgð fyrir höfuðstól skuldbindinganna með vöxtum.Vísir/Hanna Andrésdóttir Bjarni þetta lýsa kunnáttuleysi. „Það er mikill ábyrgðarhluti þegar háttvirtur þingmaður stendur hér í þingsal og heldur því fram að fram sé komið að ríkið ætli enga ábyrgð að bera á framtíðar skuldbindingum ÍL sjóðs," sagði Bjarni. Þetta væru algjör öfugmæli því ríkið myndi alltaf standa við sína einföldu ríkisábyrgð samkvæmt lögum um sjóðinn. Eigendur krafnanna hefðu þá 22 ár til að ávaxta eign sína og hefðu til þess mun meiri möguleika en ríkissjóður. Ekki reyndi á ríkisábyrgðina fyrr en einstök gömul íbúðarlán væru komin í vanskil og innheimtuleiðir hefðu verið reyndar. „Þannig að þegar háttvirtur þingmaður sakar mig um að skilja ekki fjármálamarkaði þá ætla ég að halda því fram að háttvirtur þingmaður skilji ekkert í lögfræðinni í þessu máli,“ sagði fjármálaráðherra. „Það sem háttvirtur þingmaður er hins vegar að segja er þetta: Við skulum leysa úr þessu máli með því að sjá sjúklingnum blæða hægt og rólega út. Láta okkur það engu varða þó að í hverjum mánuði vaxi skuldbinding framtíðart skattgreiðenda um einn og hálfan milljarð, á hverju ári um 18 milljarða. Við þurfum að strjúka fjármálaöflunum í landinu, kröfuhöfunum. Fjármálamarkaðarnir verða ávallt að vera í forgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir. 26. október 2022 08:15 Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. 25. október 2022 14:01 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir. 26. október 2022 08:15
Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. 25. október 2022 14:01
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49