Eftir leiki dagsins er Carlsen með sex stig eða fimm og hálfan vinning af átta mögulegum. Carlsen er þó ekki eini keppandi B-riðils með sex stig en Hikaru Nakamura er einnig með sex stig eða fimm vinninga.
Good thing the Inter game is not close, so I can focus on chess and Barcelona on the Europa League
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) October 26, 2022
Vladimir Fedoseev kemur þar á eftir með fjögur stig eftir fjóra vinninga. Þá rekur Blübaum lestina með núll stig en þó einn og hálfan vinning.
Í A-riðli er Nodiribek Adbusattorov frá Úsbekistan efstur með átta stig eða sjö og hálfan vinning. Adbusattorov vann allar fjórar viðureignar sínar í dag við Hjörvar Stein Grétarsson.
Síðustu fjórar viðureignir riðlakeppninnar verða á morgun. Úrslit mótsins ráðast svo um helgina.