Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. október 2022 14:37 Félagsfundur Ferðafélagsins fer fram klukkan 20.00 í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir hyggjst leggja fram vantrauststillögu gegn stjórn á fundinum. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29