Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 20:18 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað. Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað.
Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira