Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 15:01 Tiago Fernandes og Adam Ægir Pálsson í síðasta leik Fram og Keflavíkur í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00. Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00.
Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira