Fagbréf atvinnulífsins – sýnileiki og vottun Eyrún Björk Valsdóttir skrifar 28. október 2022 17:01 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun