Innlent

Arna Lára vann ritara­slaginn

Árni Sæberg skrifar
Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og nýr ritari Samfylkingarinnar.
Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og nýr ritari Samfylkingarinnar. Ísafjarðarbær

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Arna Lára var kjörin á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun með tæplega sextíu prósent greiddra atkvæða.

„Það eru auðvitað miklar breytingar í kortunum hjá Samfylkingunni og við eigum mikil sóknarfæri. Ég sé að það eru spennandi breytingar fram undan og við erum að fá nýjan formann sem mér finnst mjög spennandi og ég bara tel að reynslan mín geti nýst vel í forystusveit flokksins og breikkað ásýnd hennar. Ég er náttúrulega mikil landsbyggðarkona og staðan er auðvitað sú að í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, þá eigum við ekki þingmann og mér finnst það skipta máli að ásýnd flokksins sé þannig að landsbyggðin eigi sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins,“ sagði Arna Lára þegar hún tilkynnti um að hún gæfi kost á sér í embætti ritara.

Gegn Örnu Láru í framboði var Alexandra Ýr van Erven, sem kjörin var ritari flokksins á síðasta landsfundi árið 2020. 


Tengdar fréttir

Bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar sækist eftir ritara­em­bættinu

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×