Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2022 13:05 Sviðið er í þessu glæsilega húsi í nýja miðbænum á Selfossi, sem heitir Friðriksútgáfa og er eftirlíking af samskonar húsi, sem stóð á Möðruvöllum. Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir Aðsend Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi Árborg Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi
Árborg Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira