Heimsmeistaramótið hefur farið fram hér á landi seinustu daga og nú er sigurvegarinn ljós. Nakamura sigraði mótherja sinn Ian Nepomniachtchi á endanum en fjögurra skáka einvígi stórmeistarana tveggja fór 2-2 og grípa þurfti til bráðabana sem Nakamura vann.
Heimsmeistarinn í skák,Magnus Carlsen lenti í þriðja sæti á mótinu eftir einvígi sitt við Abdusattorov sem Carlsen vann 3-1.
Aftur á móti lenti ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, Wesley So, í sjötta sæti á mótinu.
Þar að auki lenti Hjörvar Steinn Grétarsson, eini íslenski þátttakandi mótsins, í áttunda sæti af átta möglegum.
Nýi heimsmeistarinn er af japönskum og bandarískum uppruna og er 34 ára gamall. Hann var talinn undrabarn í skák og árið 2003 er hann sagður hafa orðið sá yngsti sem hafði þá orðið stórmeistari í Bandaríkjunum, þá fimmtán ára gamall.
Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fór Nakamura að tefla meira við fólk um allan heim í gegnum internetið og streyma skákunum á YouTube, hann hafði áður streymt skákum sínum á Twitch en hann sérhæfir sig í hraðskák.
Auðævi Nakamura eru sögð metin á tæpar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða um sjö milljarða íslenskra króna.