Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 10:42 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfitt sé að spá um niðurstöður formannsslags innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira