Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 12:00 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar þegar Hilmar Smári Henningsson tók víti fyrir Hauka í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira