Fótbolti

Aron Elís kom inn af bekknum og skoraði sigur­markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Svo bara einn, tveir og mark,“ er þjálfari OB eflaust að segja við Aron Elís Þrándarson hér.
„Svo bara einn, tveir og mark,“ er þjálfari OB eflaust að segja við Aron Elís Þrándarson hér. Twitter@Odense_Boldklub

Aron Elís Þrándarson kom inn af varamannabekk OB gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið í blálok leiksins.

Aron Elís hefur verið orðaður við endurkomu í uppeldisfélag sitt Víking en hann hóf leik kvöldsins á varamannabekknum líkt og Elías Rafn Ólafsson gerði hjá Midtjylland. Staðan var 1-1 og aðeins fjórar mínútur til leiksloka þegar Aron Elís kom inn af bekknum. 

Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Víkingurinn fyrrverandi skoraði sigurmark leiksins eftir sendingu Charly Horneman. Fagnaðarlætin í kjölfarið voru ósvikin.

Sigurinn lyftir OB upp í 4. sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 15 leikjum. Deildin er einkar jöfn en Bröndby er í 9. sæti með 20 stig á meðan Randers er í 3. sæti með 23 stig.

Í Svíþjóð lagði Sveinn Aron Guðjohnsen upp eitt af þremur mörkum Elfsborg í 3-0 sigri á Helsingborg. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg. 

Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen gátu ekki komið í veg fyrir 1-0 tap Norrköping gegn Djurgården.

Þegar ein umferð er eftir er Elfsborg með 46 stig í 6. sæti en Norrköping í 12. sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×