Fjölbreyttari málverk í Valhöll Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann skrifar 1. nóvember 2022 07:31 Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun