Græðum sárin og sameinum flokkinn okkar Viggó Einar Hilmarsson skrifar 2. nóvember 2022 08:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun