„Okkar ráð er að fara annað og sjá eitthvað sem þú hefur kannski ekki heyrt um áður,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni um þá stöðu sem getur komið upp ef staðurinn, sem gestir hafa áhuga á, hefur náð fjöldatakmörkunum.
Opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar fór fram á Hjúkrunarheimilinu Grund og var sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Airwaves fer fram dagana 3. til 5. nóvember. Alla umfjöllun okkar um Iceland Airwaves hátíðina má finna HÉR.
