Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:25 Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið frá Íshokkísambandinu og Skautasambandinu i til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Vísir/Arnar Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars. Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars.
Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira