Römpum upp umræðuna Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 3. nóvember 2022 17:01 Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli. Fara út á örkina og heyra hvað fólki býr í brjósti. Það er ýmislegt sem liggur fólki á hjarta og það er mikilvægt að vera meðvitaður um að allar ákvarðanir sem teknar eru hjá ríki og sveitarfélögum séu fyrir samfélagið. Ákvarðanir sem slíkar koma ekki með kalda vatninu heldur eru þær teknar með pólitískum áherslum. Uppspretta hugmynda sem síðar verða að ákvörðunum byrja í samtölum við fólk. Því stjórnmálaákvarðanir móta samfélagið og snerta flesta þætti lífs okkar á einn eða annan hátt. Sveitarfélög sinni nærþjónustu Umræða um vanfjármögnun málaflokks fatlaðs fólks hefur farið hátt síðustu vikur. Þjónusta við fatlað fólk er nærþjónusta sem á að vera á höndum sveitarfélaga, það þekki ég á eigin skinni. Það er vissulega staðreynd að kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og ofan á ýmislegt annað, gert rekstur sveitarfélaga þyngri. Staðreyndin er sú að sveitarfélög eru misvel rekin og í sumum tilfella hafa þau einfaldlega verið rekin mjög illa á undanförnum árum og mega því við litlu. Það gleymist oft í umræðunni um fjármál sveitarfélaga að þau eiga að leggja áherslu á að sinna lögbundinni skyldu en ekki gælu verkefnum, lögbundin skylda á ávallt að standa framar öðrum verkefnum. Vissulega hefur þjónusta í málaflokki fatlaðs fólks aukist við flutning hans yfir til sveitarfélaga og kostnaður þar með. Það gerist með meiri nánd og einungis hægt að líta á aukna þjónustu sem framfaraskref. Við sem samfélag hljótum öll að vera sammála um það að veita fötluðu fólki betri þjónustu en gert var hér á árum áður. Við þurfum að bera virðingu fyrir fólki Hins vegar ber okkur skylda til þess að fjármagna þessa þjónustu svo vel sé og koma í veg fyrir að kostnaðurinn sligi sveitarfélögin í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa haldið þeirri umræðu uppi að skila eigi þjónustu við fatlað fólk aftur til ríkisins. Um slíkan málflutning hef ég þetta að segja; mikilvægt er að í allri umræðu um málaflokk fatlaðs fólks að umræða sé vönduð og af virðingu við það fólk sem þarf á þjónustunni að halda. Á bak við málaflokkinn er fólk, fólk sem á rétt á að njóta sömu lífsgæða og geta gert sömu hluti og okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Það er ekki boðlegt að nota fatlað fólk í pólitískum tilgangi og sem vopn í deilum milli ríkis og sveitarfélaga um meira fjármagn. Þar þurfum við að rísa upp og bera ábyrgð, þau sem raunverulega það gera; sveitarstjórnarfólk og þingmenn. Höldum umræðunni þar sem hún á heima, það er ótækt að fatlað fólk búi við áhyggjur og upplifunin sé að þau séu baggi á sveitarfélögum. Höldum áfram samtalinu en vöndum til verksins. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli. Fara út á örkina og heyra hvað fólki býr í brjósti. Það er ýmislegt sem liggur fólki á hjarta og það er mikilvægt að vera meðvitaður um að allar ákvarðanir sem teknar eru hjá ríki og sveitarfélögum séu fyrir samfélagið. Ákvarðanir sem slíkar koma ekki með kalda vatninu heldur eru þær teknar með pólitískum áherslum. Uppspretta hugmynda sem síðar verða að ákvörðunum byrja í samtölum við fólk. Því stjórnmálaákvarðanir móta samfélagið og snerta flesta þætti lífs okkar á einn eða annan hátt. Sveitarfélög sinni nærþjónustu Umræða um vanfjármögnun málaflokks fatlaðs fólks hefur farið hátt síðustu vikur. Þjónusta við fatlað fólk er nærþjónusta sem á að vera á höndum sveitarfélaga, það þekki ég á eigin skinni. Það er vissulega staðreynd að kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og ofan á ýmislegt annað, gert rekstur sveitarfélaga þyngri. Staðreyndin er sú að sveitarfélög eru misvel rekin og í sumum tilfella hafa þau einfaldlega verið rekin mjög illa á undanförnum árum og mega því við litlu. Það gleymist oft í umræðunni um fjármál sveitarfélaga að þau eiga að leggja áherslu á að sinna lögbundinni skyldu en ekki gælu verkefnum, lögbundin skylda á ávallt að standa framar öðrum verkefnum. Vissulega hefur þjónusta í málaflokki fatlaðs fólks aukist við flutning hans yfir til sveitarfélaga og kostnaður þar með. Það gerist með meiri nánd og einungis hægt að líta á aukna þjónustu sem framfaraskref. Við sem samfélag hljótum öll að vera sammála um það að veita fötluðu fólki betri þjónustu en gert var hér á árum áður. Við þurfum að bera virðingu fyrir fólki Hins vegar ber okkur skylda til þess að fjármagna þessa þjónustu svo vel sé og koma í veg fyrir að kostnaðurinn sligi sveitarfélögin í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa haldið þeirri umræðu uppi að skila eigi þjónustu við fatlað fólk aftur til ríkisins. Um slíkan málflutning hef ég þetta að segja; mikilvægt er að í allri umræðu um málaflokk fatlaðs fólks að umræða sé vönduð og af virðingu við það fólk sem þarf á þjónustunni að halda. Á bak við málaflokkinn er fólk, fólk sem á rétt á að njóta sömu lífsgæða og geta gert sömu hluti og okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Það er ekki boðlegt að nota fatlað fólk í pólitískum tilgangi og sem vopn í deilum milli ríkis og sveitarfélaga um meira fjármagn. Þar þurfum við að rísa upp og bera ábyrgð, þau sem raunverulega það gera; sveitarstjórnarfólk og þingmenn. Höldum umræðunni þar sem hún á heima, það er ótækt að fatlað fólk búi við áhyggjur og upplifunin sé að þau séu baggi á sveitarfélögum. Höldum áfram samtalinu en vöndum til verksins. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar