Römpum upp umræðuna Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 3. nóvember 2022 17:01 Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli. Fara út á örkina og heyra hvað fólki býr í brjósti. Það er ýmislegt sem liggur fólki á hjarta og það er mikilvægt að vera meðvitaður um að allar ákvarðanir sem teknar eru hjá ríki og sveitarfélögum séu fyrir samfélagið. Ákvarðanir sem slíkar koma ekki með kalda vatninu heldur eru þær teknar með pólitískum áherslum. Uppspretta hugmynda sem síðar verða að ákvörðunum byrja í samtölum við fólk. Því stjórnmálaákvarðanir móta samfélagið og snerta flesta þætti lífs okkar á einn eða annan hátt. Sveitarfélög sinni nærþjónustu Umræða um vanfjármögnun málaflokks fatlaðs fólks hefur farið hátt síðustu vikur. Þjónusta við fatlað fólk er nærþjónusta sem á að vera á höndum sveitarfélaga, það þekki ég á eigin skinni. Það er vissulega staðreynd að kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og ofan á ýmislegt annað, gert rekstur sveitarfélaga þyngri. Staðreyndin er sú að sveitarfélög eru misvel rekin og í sumum tilfella hafa þau einfaldlega verið rekin mjög illa á undanförnum árum og mega því við litlu. Það gleymist oft í umræðunni um fjármál sveitarfélaga að þau eiga að leggja áherslu á að sinna lögbundinni skyldu en ekki gælu verkefnum, lögbundin skylda á ávallt að standa framar öðrum verkefnum. Vissulega hefur þjónusta í málaflokki fatlaðs fólks aukist við flutning hans yfir til sveitarfélaga og kostnaður þar með. Það gerist með meiri nánd og einungis hægt að líta á aukna þjónustu sem framfaraskref. Við sem samfélag hljótum öll að vera sammála um það að veita fötluðu fólki betri þjónustu en gert var hér á árum áður. Við þurfum að bera virðingu fyrir fólki Hins vegar ber okkur skylda til þess að fjármagna þessa þjónustu svo vel sé og koma í veg fyrir að kostnaðurinn sligi sveitarfélögin í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa haldið þeirri umræðu uppi að skila eigi þjónustu við fatlað fólk aftur til ríkisins. Um slíkan málflutning hef ég þetta að segja; mikilvægt er að í allri umræðu um málaflokk fatlaðs fólks að umræða sé vönduð og af virðingu við það fólk sem þarf á þjónustunni að halda. Á bak við málaflokkinn er fólk, fólk sem á rétt á að njóta sömu lífsgæða og geta gert sömu hluti og okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Það er ekki boðlegt að nota fatlað fólk í pólitískum tilgangi og sem vopn í deilum milli ríkis og sveitarfélaga um meira fjármagn. Þar þurfum við að rísa upp og bera ábyrgð, þau sem raunverulega það gera; sveitarstjórnarfólk og þingmenn. Höldum umræðunni þar sem hún á heima, það er ótækt að fatlað fólk búi við áhyggjur og upplifunin sé að þau séu baggi á sveitarfélögum. Höldum áfram samtalinu en vöndum til verksins. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli. Fara út á örkina og heyra hvað fólki býr í brjósti. Það er ýmislegt sem liggur fólki á hjarta og það er mikilvægt að vera meðvitaður um að allar ákvarðanir sem teknar eru hjá ríki og sveitarfélögum séu fyrir samfélagið. Ákvarðanir sem slíkar koma ekki með kalda vatninu heldur eru þær teknar með pólitískum áherslum. Uppspretta hugmynda sem síðar verða að ákvörðunum byrja í samtölum við fólk. Því stjórnmálaákvarðanir móta samfélagið og snerta flesta þætti lífs okkar á einn eða annan hátt. Sveitarfélög sinni nærþjónustu Umræða um vanfjármögnun málaflokks fatlaðs fólks hefur farið hátt síðustu vikur. Þjónusta við fatlað fólk er nærþjónusta sem á að vera á höndum sveitarfélaga, það þekki ég á eigin skinni. Það er vissulega staðreynd að kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og ofan á ýmislegt annað, gert rekstur sveitarfélaga þyngri. Staðreyndin er sú að sveitarfélög eru misvel rekin og í sumum tilfella hafa þau einfaldlega verið rekin mjög illa á undanförnum árum og mega því við litlu. Það gleymist oft í umræðunni um fjármál sveitarfélaga að þau eiga að leggja áherslu á að sinna lögbundinni skyldu en ekki gælu verkefnum, lögbundin skylda á ávallt að standa framar öðrum verkefnum. Vissulega hefur þjónusta í málaflokki fatlaðs fólks aukist við flutning hans yfir til sveitarfélaga og kostnaður þar með. Það gerist með meiri nánd og einungis hægt að líta á aukna þjónustu sem framfaraskref. Við sem samfélag hljótum öll að vera sammála um það að veita fötluðu fólki betri þjónustu en gert var hér á árum áður. Við þurfum að bera virðingu fyrir fólki Hins vegar ber okkur skylda til þess að fjármagna þessa þjónustu svo vel sé og koma í veg fyrir að kostnaðurinn sligi sveitarfélögin í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa haldið þeirri umræðu uppi að skila eigi þjónustu við fatlað fólk aftur til ríkisins. Um slíkan málflutning hef ég þetta að segja; mikilvægt er að í allri umræðu um málaflokk fatlaðs fólks að umræða sé vönduð og af virðingu við það fólk sem þarf á þjónustunni að halda. Á bak við málaflokkinn er fólk, fólk sem á rétt á að njóta sömu lífsgæða og geta gert sömu hluti og okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Það er ekki boðlegt að nota fatlað fólk í pólitískum tilgangi og sem vopn í deilum milli ríkis og sveitarfélaga um meira fjármagn. Þar þurfum við að rísa upp og bera ábyrgð, þau sem raunverulega það gera; sveitarstjórnarfólk og þingmenn. Höldum umræðunni þar sem hún á heima, það er ótækt að fatlað fólk búi við áhyggjur og upplifunin sé að þau séu baggi á sveitarfélögum. Höldum áfram samtalinu en vöndum til verksins. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun