Mourinho kom Roma í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 22:26 Nicola Zaniolo fagnar marki sínu í kvöld en Roma fer í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni. Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57