Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 10:53 Fjölmörg lík sem fundist hafa í Bucha voru með bundnar hendur. Rússneskir hermenn kölluðu aðgerðir þeirra í bænum og öðrum, þar sem þeir fóru milli húsa og leituðu að meintum ógnum, „hreinsanir“. AP/Vadim Ghirda Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Minnst 450 lík hafa fundist í bænum, samkvæmt yfirvöldum í Bucha. Margt af þessu fólki hafði verið skotið til bana með hendur bundnar fyrir aftan bak. Rússneskir hermenn voru hleraðir ræða þessi morð sín, sem þeir kölluðu „zachistka“ eða hreinsanir. Vert er að vara við að myndefni og lýsingar í fréttinni geta vakið óhug. Enn er unnið að því að bera kennsl á þau fjölmörgu lík sem fundist hafa í Bucha og nærliggjandi bæjum.AP/Rodrigo Abd AP fréttaveitan og rannsakendur þáttarins Frontline hjá PBS hafa rannsakað ódæðin í Bucha og segja Rússa einnig hafa beitt sambærilegum hreinsunum í öðrum ríkjum eins og Téténíu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir mótspyrnu hjá hernumdu fólki. Blaðamenn miðlanna skoðuðu meðal annars mikið magn upptaka úr öryggismyndavélum og hlustuðu á símtöl rússneskra hermanna frá Bucha. Saksóknarar í Úkraínu hafa borið kennsl á herdeildina sem talin er hafa framið ódæðin og hafa lýst eftir tveimur yfirmönnum hennar. Var sagt að þeim yrði tekið fagnandi Þegar Rússar birtust fyrst við útjaðar Bucha þann 3. mars reyndu tiltölulega fámennur hópur sjálfboðaliða að halda aftur af þeim og hjálpa íbúum við að flýja. Þegar í ljós kom hve stór rússneska herdeildin var varð þeim ljóst að mótspyrna var að mestu tilgangslaus og flúðu margir þeir til Irpin. Sumir urðu þó eftir í Bucha. Degi eftir að rússneskir hermenn keyrðu inn í Bucha tóku þeir þennan hóp manna höndum og tóku þá af lífi. Þegar rússneskir hermenn hörfuðu mánuði síðar fundust líkin þar sem þau lágu enn undir berum himnir.AP/Vadim Ghirda Rússnesku hermönnunum hafði verið sagt að allir íbúar Úkraínu myndu taka þeim fagnandi og ef ekki, væru þau líklega fasistar og skæruliðar. Á sama tíma og rússneskir hermenn voru að afhenda borgurum dósir með kjöti og tilkynna þeim að verið væri að frelsa þau undan oki nasista, voru aðrir að pynta og taka íbúa Bucha af lífi á götu úti. Hermennirnir fóru einnig um bæinn og rændu hús. Þeir sögðu íbúum að þeir væru að leita að vopnum en íbúar segja þá hafa tekið verkfæri, heimilistæki, mat og áfengi. Meðal þeirra sem voru myrt var Dmytro Chaplyhin, sem var tvítugur og var kallaður Dima. Rússneskir hermenn fundu myndir af skriðdrekum á síma hans og sökuðu hann um að hjálpa úkraínska hernum. Natalia Vlasenko, amma hans, reyndi að stöðva hermennina þegar þeir handsömuðu hann og voru að leiða hann á brott en þeir hótuðu að skjóta hana til bana. Dima sagði ömmu sinni að vera róleg. Hann myndi koma aftur. Hún sá hann þó aldrei aftur. Dmytro Chaplyhin, eða Dima, var tvítugur þegar hann var skotinn til bana af rússneskum hermönnum eftir þeir fundu myndir af skriðdrekum á síma hans. Tóku dreng af lífi Þegar sókn Rússa að Kænugarði var stöðvuð og mannfall Rússa jókst, héldu hermennirnir áfram að „hreinsa“ Bucha og nærliggjandi bæi. Þann 14. mars hringdi hermaður sem kallaður var Lyonya í móður sína í Rússlandi. Hann ræddi við hana um það að rússneskir hermenn hefðu skotið mikið af fólki í Bucha og lík borgara lægju á götum bæjarins. Hún spurði hvort þeir hefðu verið friðsamir borgarar en við það sagði Lyonya að bardagar stæðu yfir. Það væri ekki hægt að taka neina sénsa. Lyonya sagði frá því að hermenn hefðu stöðvað ungan dreng í Bucha og fundið upplýsingar um rússneska herinn á síma hans. Hann sagði drenginn hafa verið tekinn af lífi á staðnum. Ira Gavriluk stendur yfir líkum eiginmanns hennar og bróður. Þeir voru ásamt öðrum manni skotnir til bana af rússneskum hermönnum fyrir utan heimili þeirra hjóna.AP/Felipe Dana Annar hermaður sem hringdi í móður sína sagði henni að hermönnunum væri alveg sama hverja þeir væru að skjóta. Hvort sem það væru börn, konur eða gamalt fólk. Ef einhver fyndist með vopn á heimili sínu, væri viðkomandi skotinn. Hann sagði móður sinni frá því hvernig þeir fóru milli húsa og leituðu að vopnum, þvinguðu fólk til að afklæðast og skoðuðu síma þeirra. Ef eitthvað fannst sem þeim þótti óeðlilegt var fólkið þar skotið. Sagði auðveldara að skjóta borgara drukkinn Þann 21. mars hringdi hermaður sem hét Maksym í eiginkonu sína í Rússlandi. Hann sagði henni að hann og aðrir hermenn væru að drekka áfengi, því án þess væri of erfitt að vera þarna. „Hvernig getið þið varið ykkur ef þið eru drukknir?“ spurði hún. „Það er eðlilegt. Það er auðveldara að skjóta óbreytta borgara,“ svaraði hann. Hundur stendur við lík gamallar konu í húsi hennar í Bucha.AP/Felipe Dana Maksym sagði eiginkonu sinni að hann hefði skotið mjög marga óbreytta borgara og sakaði þá um að leka upplýsingum til úkraínska hersins. „Feldu vopnin fyrir mér,“ sagði hann við eiginkonu sína. „Ég held ég sé að verða brjálaður. Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum.“ Áhugasamir geta smellt hér til að sjá ítarlega sjónvarpsfrétt AP þar sem meðal annars er búið að gera þrívíddarlíkan af Bucha og kortleggja ódæðin þar. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið í sjónvarpsfréttinni getur vakið óhug. Ódæðin eru víða Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um sambærileg ódæði víða í Úkraínu og hafa þeir verið sakaðir um markvisst ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Umfangsmiklar grafir hafa fundist á þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá og íbúar hafa lýst pyntingum og morðum á óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt þvertekið fyrir að óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Bucha eða annarsstaðar í Úkraínu. Meðal annars hafa Rússar sagt að ódæðin í Bucha hafi verið sviðsett en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði herdeildina sem var í Bucha og hefur verið sökuð um stríðsglæpi. Það gerði hann tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði. Rúmlega 450 lík fundust í Bucha eftir að Rússar hörfuðu þaðan.AP/Rodrigo Abd Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu. 4. nóvember 2022 07:33 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2. nóvember 2022 10:45 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Minnst 450 lík hafa fundist í bænum, samkvæmt yfirvöldum í Bucha. Margt af þessu fólki hafði verið skotið til bana með hendur bundnar fyrir aftan bak. Rússneskir hermenn voru hleraðir ræða þessi morð sín, sem þeir kölluðu „zachistka“ eða hreinsanir. Vert er að vara við að myndefni og lýsingar í fréttinni geta vakið óhug. Enn er unnið að því að bera kennsl á þau fjölmörgu lík sem fundist hafa í Bucha og nærliggjandi bæjum.AP/Rodrigo Abd AP fréttaveitan og rannsakendur þáttarins Frontline hjá PBS hafa rannsakað ódæðin í Bucha og segja Rússa einnig hafa beitt sambærilegum hreinsunum í öðrum ríkjum eins og Téténíu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir mótspyrnu hjá hernumdu fólki. Blaðamenn miðlanna skoðuðu meðal annars mikið magn upptaka úr öryggismyndavélum og hlustuðu á símtöl rússneskra hermanna frá Bucha. Saksóknarar í Úkraínu hafa borið kennsl á herdeildina sem talin er hafa framið ódæðin og hafa lýst eftir tveimur yfirmönnum hennar. Var sagt að þeim yrði tekið fagnandi Þegar Rússar birtust fyrst við útjaðar Bucha þann 3. mars reyndu tiltölulega fámennur hópur sjálfboðaliða að halda aftur af þeim og hjálpa íbúum við að flýja. Þegar í ljós kom hve stór rússneska herdeildin var varð þeim ljóst að mótspyrna var að mestu tilgangslaus og flúðu margir þeir til Irpin. Sumir urðu þó eftir í Bucha. Degi eftir að rússneskir hermenn keyrðu inn í Bucha tóku þeir þennan hóp manna höndum og tóku þá af lífi. Þegar rússneskir hermenn hörfuðu mánuði síðar fundust líkin þar sem þau lágu enn undir berum himnir.AP/Vadim Ghirda Rússnesku hermönnunum hafði verið sagt að allir íbúar Úkraínu myndu taka þeim fagnandi og ef ekki, væru þau líklega fasistar og skæruliðar. Á sama tíma og rússneskir hermenn voru að afhenda borgurum dósir með kjöti og tilkynna þeim að verið væri að frelsa þau undan oki nasista, voru aðrir að pynta og taka íbúa Bucha af lífi á götu úti. Hermennirnir fóru einnig um bæinn og rændu hús. Þeir sögðu íbúum að þeir væru að leita að vopnum en íbúar segja þá hafa tekið verkfæri, heimilistæki, mat og áfengi. Meðal þeirra sem voru myrt var Dmytro Chaplyhin, sem var tvítugur og var kallaður Dima. Rússneskir hermenn fundu myndir af skriðdrekum á síma hans og sökuðu hann um að hjálpa úkraínska hernum. Natalia Vlasenko, amma hans, reyndi að stöðva hermennina þegar þeir handsömuðu hann og voru að leiða hann á brott en þeir hótuðu að skjóta hana til bana. Dima sagði ömmu sinni að vera róleg. Hann myndi koma aftur. Hún sá hann þó aldrei aftur. Dmytro Chaplyhin, eða Dima, var tvítugur þegar hann var skotinn til bana af rússneskum hermönnum eftir þeir fundu myndir af skriðdrekum á síma hans. Tóku dreng af lífi Þegar sókn Rússa að Kænugarði var stöðvuð og mannfall Rússa jókst, héldu hermennirnir áfram að „hreinsa“ Bucha og nærliggjandi bæi. Þann 14. mars hringdi hermaður sem kallaður var Lyonya í móður sína í Rússlandi. Hann ræddi við hana um það að rússneskir hermenn hefðu skotið mikið af fólki í Bucha og lík borgara lægju á götum bæjarins. Hún spurði hvort þeir hefðu verið friðsamir borgarar en við það sagði Lyonya að bardagar stæðu yfir. Það væri ekki hægt að taka neina sénsa. Lyonya sagði frá því að hermenn hefðu stöðvað ungan dreng í Bucha og fundið upplýsingar um rússneska herinn á síma hans. Hann sagði drenginn hafa verið tekinn af lífi á staðnum. Ira Gavriluk stendur yfir líkum eiginmanns hennar og bróður. Þeir voru ásamt öðrum manni skotnir til bana af rússneskum hermönnum fyrir utan heimili þeirra hjóna.AP/Felipe Dana Annar hermaður sem hringdi í móður sína sagði henni að hermönnunum væri alveg sama hverja þeir væru að skjóta. Hvort sem það væru börn, konur eða gamalt fólk. Ef einhver fyndist með vopn á heimili sínu, væri viðkomandi skotinn. Hann sagði móður sinni frá því hvernig þeir fóru milli húsa og leituðu að vopnum, þvinguðu fólk til að afklæðast og skoðuðu síma þeirra. Ef eitthvað fannst sem þeim þótti óeðlilegt var fólkið þar skotið. Sagði auðveldara að skjóta borgara drukkinn Þann 21. mars hringdi hermaður sem hét Maksym í eiginkonu sína í Rússlandi. Hann sagði henni að hann og aðrir hermenn væru að drekka áfengi, því án þess væri of erfitt að vera þarna. „Hvernig getið þið varið ykkur ef þið eru drukknir?“ spurði hún. „Það er eðlilegt. Það er auðveldara að skjóta óbreytta borgara,“ svaraði hann. Hundur stendur við lík gamallar konu í húsi hennar í Bucha.AP/Felipe Dana Maksym sagði eiginkonu sinni að hann hefði skotið mjög marga óbreytta borgara og sakaði þá um að leka upplýsingum til úkraínska hersins. „Feldu vopnin fyrir mér,“ sagði hann við eiginkonu sína. „Ég held ég sé að verða brjálaður. Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum.“ Áhugasamir geta smellt hér til að sjá ítarlega sjónvarpsfrétt AP þar sem meðal annars er búið að gera þrívíddarlíkan af Bucha og kortleggja ódæðin þar. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið í sjónvarpsfréttinni getur vakið óhug. Ódæðin eru víða Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um sambærileg ódæði víða í Úkraínu og hafa þeir verið sakaðir um markvisst ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Umfangsmiklar grafir hafa fundist á þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá og íbúar hafa lýst pyntingum og morðum á óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt þvertekið fyrir að óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Bucha eða annarsstaðar í Úkraínu. Meðal annars hafa Rússar sagt að ódæðin í Bucha hafi verið sviðsett en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði herdeildina sem var í Bucha og hefur verið sökuð um stríðsglæpi. Það gerði hann tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði. Rúmlega 450 lík fundust í Bucha eftir að Rússar hörfuðu þaðan.AP/Rodrigo Abd
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu. 4. nóvember 2022 07:33 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2. nóvember 2022 10:45 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu. 4. nóvember 2022 07:33
Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29
Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2. nóvember 2022 10:45
75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10