„Afætur“ Sigmar Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2022 10:01 Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun