„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 08:00 Margrét Lára fagnar einu þeirra 79 marka sem hún skoraði fyrir íslenska A-landsliðið. Mynd/Daníel „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti